top of page

Upphaf og James Naismith

Körfubolti var fundinn upp af íþróttafræðingnum James Naismith árið 1891. James kenndi íþróttafræði í háskólanum í Kansas (University of Kansas)

 James Naismith fæddist þann 6 nóvember árið 1861 og lést þann 28. nóvember árið 1939 og var þá 78 ára gamall. James var kanadískur íþróttafræðingur, læknir, sálfræðingur, íþróttaþjálfari og frumkvöðull. Hann lærði íþróttafæði í McGill háskólanum (McGill University) áður en hann flutti til Bandaríkjana.

Hugmyndin að íþróttinni körfubolta kom skemmtilega fram. Það gerðist, að einn góðann veðurdag sat James á skrifstofu sinni í háskólanum í Kansas og var að teikna og skrifa niður nýjar hugmyndir að íþróttum. Hann var orðinn rosalega þreyttur og fúll svo ann krumpaði alltaf blöðin sín af lélegum hugmyndum í kúlu og kastaði ofan í ruslið. Þá hefur eitthvað kviknað í kollinum á manninum, afþví að þannig varð körfubolti til, já ég er ekki að grínast. Eftir þetta þá byrjaði hann strax að skrifa niður hugmyndir og gera reglur. Íþróttin tilbúin til að spila stuttu seinna.

Körfubolti varð samþykkt sem ólympísk íþrótt fyrst árið 1908 og fyrst spilaður á sumar ólympíuleikunum árið 1936 og fékk því James að sjá íþróttina sína verða að ólympíuleikaíþrótt áður en hann lést.

Körfubolti var fyrst spilaður í háskólum í Bandaríkjunum og var ekki spilaður í úrvalsdeildum fyrr en töluvert seinna.

bottom of page