top of page

NBA Deildin

NBA deildin er stærsta, frægasta og besta körfuboltadeild í öllum heiminum. Hún samanstendur af 30 bestu liðum í heimi og í deildinni eru allt uppí 450 leikmenn.

NBA (National Basketball Association) var stofnað þann 6. júní árið 1946. Það var fyrst skírt Basketball Association of America en því var breytt þann þriðja águst árið 1949 í National Basketball Association. 

Sigursælasta lið allra tíma í NBA deildinni eru Boston Celtics en þeir hafa unni 17 titla allt í allt. Liðið sem vann deildina og er líklegast til að vinna deildina einmitt núna eru Golden State Warriors og þar spilar ofurleikmaðurinn hann Stephen Curry sem er að gera allt vitlaust í deildinni einmitt núna. En hann vann verðlaun fyrir mikilvægasta leikmann deildarinnar seinustu tvö tímabil.

Mikið af leikmönnum hafa komið inn í þessa deild í gegnum tíðina og sumir þeirra betri en aðrir. Já þar má nefna nokkra leikmenn sem hafa gert deildina erfiða fyrir þá sem spilað hafa í henni. Bestu leikmenn sem hafa spilað í deildinni hafa gert nokkuð magnaða hluti. Bestu leikmennirnir sem hafa spilað í þessari deil að mínu mati og svo mörgum í viðbót eru: Michael Jordan, Magic Johnson, Hakeem Olajuwon, Clyde Drexler,Bill Russel, Wilt Chamberlain ( á metið yfir flest stig skoruð í einum leik(100)), Jerry West, Julius W. Erving, Kareem Abdul-Jaabar, George Gervin, Larry J. Bird, Isiah Thomas, Moses E. Malone, Charles Barkley, Jacques Dominique Wilkins, David Robinson, Scottie Pippen, Dennis Rodman, John Stockton, Karl Malone, Reggie Miller, Dikembe Mutombo, Yao Ming, Shaquille O´Neal, Allen Iverson, þetta eru allt leikmenn sem hafa sett einhver met og sett upp góða skemtun fyrir fól sem horfði á leikina en svo eru auðvitað leikmennirnir sem eru að spila núna enþá sem eru og munu breyta deildinni til lífstíðar.

bottom of page