top of page

Árangur hjá liði og Einstaklingi

Nú mun ég fara yfir það sem að ég tel þurfa og sé nauðsynlegt til þess að ná árangri, bæði sem lið og sem einstaklingur.

Liðsárangur.

Fyrir mér er lykillinn að góðum liðsárangri nr.1, nr.2 og nr.3 er liðsheild og Mórall. Ef að lið getur ekki spilað saman eins og lið ætti að gera þá er það ekki að fara ná langt og ég tala af reynslu. Ef að mórallinn (liðsandinn) er slæmur þá er heldur enginn árangur að fara eiga sér stað. Liðsfélagar eiga að vera góðir við hvorn annann, berjast fyrir hvorn annann og hvetja hvorn annann. Í staðinn fyrir það að fara skamma liðsfélagann þinn þegar hann gerir mistök, leiðbeindu honum í staðinn og segðu bara ,,kemur'', eða ,,hey allt í lagi, gerir betur næst bara''. Þetta er svo stór hluti afþví að þegar liðsfélagar eru að rífast í hvor öðrum þá virkar heilinn ekki eins og þá eru þeir ekki að einbeita sér á að spila vel og vinna leikinn, heldur eru þeir að einbeita sér meira á hvað þessi og hinn eru að klúðra öllu. Það gengur ekki og það er rosalega gaman fyrir andstæðingana að sjá hitt liðið vera allir að skammast í hvor öðrum. Að standa saman, berjast hvorn fyrir annann og einn fyrir alla, allir fyrir einn er rosalega mikilvægt í liðsíþróttum. Eins og ég sagði fyrr í textanum þá tala ég af reynslu. Eftir að liðið mitt byrjaði að spila eins og alvöru lið þá urðum við Íslandsmeistarar þrjú ár í röð, bikarmeistarar, lentum í þriðja sæti á norðulandamóti fyrir félagslið og svo miklu meira. Einnig er mjög mikilvægt að allir liðsfélagar mæti á æfingar, það gengur ekki að einn eða tveir sem mæta ekki á æfinguna án þess að láta vita skemmi æfinguna fyrir öllum hinum 8-10 leikmönnum. Svo þarf líka að hafa góða leikmenn í liðinu og góðann þjálfara en við hliðina á öllu þessu fyrir ofan er það bara aukaatriði

Einstaklingsárangur

Einstaklingsárangur getur verið erfiður ef þú ætlar þér virkilega langt. Atvinnumenn í flestum íþróttum og íþróttafræðingar telja það að ef þú villt verða afreksatvinnumaður þá þarftu að minnsta kosti að æfa þig í 10.000 klukkustundir og passa mataræðið.

Þegar að þú ert íþróttamaður þá þarftu að fá mjög góða næringu og oft meiri næringu en aðrir.

íþróttafólk þarf t.d. mun meiri steinefni og vítamín, það þarf einnig meiri vökva og miklu meiri hvíld en aðrir. Það þarf meiri orku og næringarefni.

íþróttafólk þarf að vera mjög meðvitað um hvað og hvenær það borðar og þarf að passa uppá hvíldina og svefninn sinn, og á meðan margt fólk getur farið að sofa klukkan 3 eða  4 að nóttu til um helgar, þá þurfa íþróttamenn oft að fórna smá tíma og fara að sofa klukkan 1 til 2 nema að engin æfing sé um að ræða daginn eða dagana eftir eða að það fái þann svefn sem það þarf.

Einnig þarf íþróttafólk meira prótein, kolvetni  og fitu, það þarf hollt mataræði  til að veita líkamanum það sem hann þarf, og það kemur því lengra, það styrkir einnig ónæmiskerfið sem þýðir bara að það verði hraustara, það bætir líka einbeitingu og því byrjar að líða betur og er því hollt mataræði stór lykill að árangri.

Gott er að borða fjölbreytt fæði, s.s. að borða úr öllum fæðuflokkunum.

Það þarf að borða oft og mikið, eða með ekki meira en 2-3 klukkustunda millitímabili.

Æskilegt er að hafa ekki meira en 1 nammidag í viku en það verður að borða hollt þá líka. Gott er að borða eitthvað létt, t.d skyr, banana eða eitthvað annað beint eftir æfingu afþví að ef að líkaminn fær ekki næringu beint eftir góða hreyfingu þá byrjar hann að nærast á vöðvunum.

Næring og hvíld

Þjálfun og annað

Til þess að verða góður íþróttamaður þá eins og ég sagði hér fyrir ofan að æfa og æfa og æfa. Þú þarft að vera manneskjan sem mætir alltaf fyrstur á æfingar og ferð seinastur af æfingunni, á meðan allir hinir eiga að taka 20 armbeygjur þá gerir þú 25, hinir hlaupa 5 KM, þú hleyypur 6. Þú ætlar þér lengra en aðrir en þá verðuru líka að leggja meira á þig en aðrir.

Einnig er annar risastór hluti í einstaklingsárangri er trú og sjálfstraust. Þú ert ekki að fara ná langt ef þú hefur ekki trú á sjálfum eða sjálfri þér. Það er rosalega erfitt fyrir aðra að hafa trú á þér ef þú hefur hana ekki sjálfur. Þú þarft líka að hafa sjálfstraustið til að taka áhættur og að gera mistök. Þú ert ekki að fara læra neitt ef þú gerir ekki mistök, þess vegna verður þú að taka áhættur, ef að þú tekur áhættur þá veistu kannski hvað skal ekki gera og hvað þú átt að gera, eða hvað þú þarft að bæta þig í og vita hverju þú ert góður í. Til þess eru æfingar, til að læra, taka áhættur, gera mistök, gera gott og gera það betra, til að gera þig að betri leikmanni.

bottom of page