top of page

Körfuboltinn á Íslandi og íslenska landsliðið.

Íslenska úrvalsdeildin hefur aldrei verið vinsæl meðal annara landa. Það eru ekki jafn góð lið hérna og t.d í Serbíu, Rússlandi, Spáni, Ítalíu, Frakklandi o.s.frv. 

Íslenska úrvalsdeildin í körfubolta heitir Dominos deildin en áður fyrr hét hún Iceland Express deildin.

KKÍ

KKÍ er skammstöfun fyrir Körfuknattleiks samband Íslands og er stofan árið þann 29. janúar árið 1961. KKÍ er æðsti aðili um öll körfuknattleiksmál innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Þar má segja að KKÍ séu eins og höfuðstöðvar körfuboltans á Íslandi.

Íslensku landsliðin

Íslensku A- landsliðin okkar hafa aldrei notið neinna gríðarlegra vinsælda vegna slakra frammistaða. Byrjum á karlalandsliðinu, þeir töpuðu langflestum leikjum sem þeir kepptu og komust aldrei á nein stórmót nema núna fyrir stuttu þegar þeir tóku sig saman í andlitinu og spiluðu sig eins og menn inn á EM í körfubolta. Þetta var risastórt  skref fyrir íslenska karla landsliðið. Þó að þeir hafi ekki komist upp úr riðlinum sínum á EM þá stóðu þeir sig samt sem áður með prýði á mótinu en þeir lentu í erfiðasta riðlinum á öllu mótinu.

Yngri landsliðin okkar hafa samt sem áður oftast staðið sig nokkuð vel. U - 15 ára landsliðið hjá körlum hafa seinustu nokkur ár farið á Copenhagen Invitational mótið úti í Kaupmannahöfn í Danmörku og fengið silfur nokkur ár í röð. Ég get að minnsta koosti sagt það að Ísland á rosalega efnilega ungliða sem spila körfubolta og mjög margir sem að eiga eftir að ná langt í boltanum.

bottom of page